BenRiach 10

Benriach er skemmtilegur framleiðandi sem er í eigu drykkjarisans Brown Forman en auk BenRiach á BF skosku verksmiðjurnar Glendronach og Glenglassaugh auk Jack Daniels og annarra risa.

BenRiach er framsækinn framleiðandi sem er síður en svo hræddur við að prófa nýja hluti. Verksmiðjan er staðsett í Speyhéraði og framleiðir aragrúa mismunandi viskía, þrátt fyrir að vera ekkert sérstaklega stór en framleiðslugetan er um 2.8 milljónir lítra árlega. Jú, hljómar alveg töluvert en er agnarlítið miðað við margar aðrar verksmiðjur.

Þaðan koma sem fyrr segir, margar mismunandi tegundir. Kjarninn er sígilt Speyviskí, 10 ára, 43% sem við tókum til kostanna rétt í þessu.

Auk þess koma þaðan, Heart of Speyside, 16 ára óreykt, 10 ára Curiositas sem er mikið reykt og er í anda Islay viskíanna, 22 ára auk aragrúa árgangsviskía sem oftast eru eintunnungar og úr margskonar mismunandi tunnum; sérrí-, púrtvíns-, léttvíns-og rommtunnum svo eitthvað sé nefnt. Lesið nánar um tunnur hér.

Hvernig bragðast svo standardinn, sá 10 ára?

Angan: Létt, ferskt, græn epli, hnetur og karamella.

Bragð: Vanilla, eik, eplakeimur, karamella, og við erum ekki frá því að þarna komi fram vel þroskaður banani.

Eftirbragð: Krydd, vanilla, ferskir ávextir. Ekki mjög langt en mjög líflegt og frískandi.

Fyrir hverja er BenRiach 10?

Pottþétt fyrir aðdáendur Spey-viskía svo sem Glenfiddich, Glenlivet, Aultmore og jafnvel Balvenie.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.