Viskíglös

viskíglas
Glencairn viskíglas

Flestir áfengir drykkir hafa sín eigin glös; rauð- og hvítvín, bjór, koníak o.s.frv. og hafa átt lengi, en viskí virðist í sögulegu samhengi aldrei hafa haft beint sitt eigið glas gegnum tíðina, einhverra hluta vegna.

Almennt þykir í dag best að nota glös sem eru frekar belgmikil, feit neðan til og /eða í miðju og þrengjast eftir því sem ofar dregur. Hugmyndin er sú sama og með t.a.m. rauðvínsglas, þrengingin ofan til heldur lykt og bragði lengur ofan í glasinu, lyktin safnast saman í kúplinum og gufar ekki eins snemma upp og í þeim glösum sem hafa oftast verið kennd við viskí, sívöl eða jafnvel kassalaga glös, sem missa anganina snemma upp úr sér vegna lögunarinnar.

 

Sagan segir að ‘quaich’ ílátin hafi litið út eitthvað í þessa áttina

Upphaflega var viskí drukkið úr hringlaga ílátum kölluð “quaich” sem voru litlar, grunnar skálar sem voru oft og tíðum afar falleg og vönduð smíð. Þessi ílát ná allt aftur til 16. aldar. Quaich er til komið frá galíska orðinu “quach” eða “cup” sem myndi útleggjast á íslensku sem bolli/bikar. Hefð var fyrir því í samkvæmum að gestgjafi fyllti slíkan bikar af viskíi handa gestkomandi við komu og heimför.

viski bikar
Nútíma ‘quaich’ bikar

Á 19. öld, þegar glasgerð varð algengari en áður þá urðu drykkjarföng úr gleri ódýrari og viskíunnendur fóru að nota glös til viskídrykkju. Glösin voru frekar einföld í lögun, einfaldir sívalningar eða “tumblers”. Þessi glös eru oft enn markaðsett sem hin eiginlegu viskíglös en nú undanfarin ár hefur orðið bylting í framleiðslu viskíglasa, ekki síst þökk sé Glencairn fyrirtækinu sem kom með sitt byltingarkennda snifter-viskíglas á markað upp úr aldamótum.

Í huga flestra eru þó enn tumbler hlunkarnir hin eiginlegu viskíglös. Það má hugsanlega rekja til þess að margir setja klaka út í glösin sín, sem er ekki hægt í hinum smærri Glencairn snifterglösum, þar er ekki pláss, nema fyrir agnarsmáa klaka. Á bannárunum í Bandaríkjunum var smygl algengt og alls kyns görugir drykkir framleiddir í dökkum skúmaskotum og voru gæðin ansi misjöfn. Því voru klakar oft settir út í til að deyfa bragðið, hefð skapaðist fyrir því og rataði sú “tækni” síðan í kvikmyndir og dreifðist um allan heim.

Glencairn glösin eru þau sem flestir viskísmakkarar, blandarar og unnendur nota í dag og hafa þau náð gríðarlegri útbreiðslu á tiltölulega skömmum tíma, enda að mati ritstjóra, bestu glösin. Kúpullinn er nægilega sver til að maður sjái litarhaft viskísins vel, og þrengingin heldur lyktinni vel ofan í glasinu. Við hjá Viskíhorninu drekkum viskí aldrei með klaka, því það deyfir bragðið af drykknum, heldur við stofuhita. Lögun glassins er líka vel til þess fallin að velgja viskíið ögn í lófanum, sem getur gert það enn bragðmeira.

Hægt er að nálgast Glencairnglös td. hér

 


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.