Springbank 11 Local Barley

Nýverið kom út 2. útgáfa af fimm í Local Barley seríunni frá Springbank, þar sem notast er við bygg frá nærliggjandi býlum. Fyrsta útgáfan kom 2016 og var 16 ára en útgáfa nr tvö var 11 ára og byggið af tegundinni “bere” frá Aros býlinu á Campeltown. Bygg af bere tegundinni vex mestmegnis á eyjunum við Skotland og hefur lengi verið notað í skoskri viskíframleiðslu enda vel til þess fallið, vex hratt og eru stilkarnir stærri og lengri en gengur og gerist.

Ritstjóra áskotnaðist örlítil prufa af þessum guðaveigum en upplagið seldist upp á nokkrum mínútum.

Lyktin er klassísk Springbank lykt, dálítið sæt og ávaxtakennd með reykjarblæ og angan af ristuðu brauði og tóbakslaufum. Malt, kornmeti. Þetta er alveg ekta! Það er eins og maður sé að þefa af verksmiðjunni hreinlega. Lyktar afar vel og lofar góðu.

Bragðið er mjög “creamy”, rjómakennt, þykkt og mikið. Áhugavert, og um að gera að prófa með skvettu af vatni, enda er þetta 53.1% alkóhól. Það opnar þetta undursamlega, verður sætara, olíkenndara og mýkra, reykurinn kemur líka betur fram og virkar svolítið uppi í manni eins og þú hafir tekið eitt vænt púff af góðum Kúbuvindli fyrir svona korteri. Þarna eru hnetur, karamella, dökk ber. Svo margt í gangi eins og Springbank er von og vísa.

Eftirbragðið er miðlungslangt, en það er þessi netti reykur sem endist einna lengst, sérstaklega með viðbættu vatni. Það er þarna líka einhverskonar sykurpúðasæta og korn.

Þetta olli engum vonbrigðum, enda bjóst ég ekki við slíku frá Springbank, sem er ein stöðugasta og besta verksmiðja Skotlands að mati ritstjóra. Er í miklu uppáhaldi.

Vissi að ég hefði átt að splæsa í flösku!

Það er ólíklegt að það finnist flaska nema kannski á uppboðssíðum, en ef þið hnjótið um eina, stökkvið á hana!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.