Svæði: Campbeltown
Framleiðsla: 750.000 lítrar árlega
Eigandi: Springbank Distillers
Stofnað: 1828
Framburður: Springbank
Ein fárra verksmiðja sem eru enn í einkaeigu. Springbank er fjölhæf verksmiðja sem framleiðir 3 tegundir; Springbank, Longrow (reykt) og Hazelburn (óreykt).
Kjarninn er 10 ára Springbank. Virkilega margslungið, örlar á reyk, malti, salti, vanillu og hnetum, tikkar í nánast öll boxin. Mjög langt og gott eftirbragð. Einnig 15 ára með meiri viðarkeim, ögn þyngra.
Longrow (blanda af 7, 10 og 14 ára) er mjög mikið reykt og söltugt, svipar til Ardbeg og Hazelburn er þríeimað, óreykt, létt og blómlegt.