Það er ekkert lát á opnun nýrra verksmiðja í Skotlandi og virðist sem þær poppi upp sem gorkúlur þessa dagana.
Hið virta og sögufræga átöppunarfyrirtæki Gordon&McPhail tilkynnti nýverið áætlanir um að opna nýtt viskíból í Craggan í Speyhéraði en fyrir á G&M Benromach verksmiðjuna.
G&M hóf starfsemi sem kjörbúð árið 1895 í Elgin en er nú mest í að átappa viskí frá hinum og þessum viskíverksmiðjum auk eigin framleiðslu í Benromach.
Áætlað er að bygging húsakynnanna hefjist um mitt árið 2019 og taki um 12 mánuði.