Ný verksmiðja í Speyhéraði

Það er ekkert lát á opnun nýrra verksmiðja í Skotlandi og virðist sem þær poppi upp sem gorkúlur þessa dagana.

Hið virta og sögufræga átöppunarfyrirtæki Gordon&McPhail tilkynnti nýverið áætlanir um að opna nýtt viskíból í Craggan í Speyhéraði en fyrir á G&M Benromach verksmiðjuna.

G&M hóf starfsemi sem kjörbúð árið 1895 í Elgin en er nú mest í að átappa viskí frá hinum og þessum viskíverksmiðjum auk eigin framleiðslu í Benromach.

Áætlað er að bygging húsakynnanna hefjist um mitt árið 2019 og taki um 12 mánuði.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.