Naked Grouse ekki lengur blandað viskí, heldur blandað maltviskí eða ,,blended malt”

Flestir kannast við The Famous Grouse enda eitt mest selda viskí heimsins.

Viðhafnarútgáfa Famous Grouse er The Naked Grouse sem inniheldur eldra viskí og að stærri hluta úr sérríámum sem gefa meiri dýpt og mýkt. Í Naked Grouse fóru nokkur maltviskí í bland við kornviskí en hér eftir verður Naked Grouse semsagt eingöngu samansett úr maltviskíum. Þar ber helst að nefna Glenturret, Highland Park og Macallan, úr amerískri eik að mestu, en síðan þroskað í Oloroso sérrítunnum í sex mánuði.

Verðið helst það sama og verður sett á markað innan skamms.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.