Næsta, takmarkaða útgáfa frá Kilchoman, Privat Single Cask 2006, hvarf um daginn.
Upplagið, 257 flöskur voru á flutningabíl á leið til Birmingham en skiluðu sér aldrei á áfangastað.
Hver flaska myndi seljast á um 150 pund svo að tapið er mikið, finnist þær ekki, eða um 38.000 pund.
Vonum að þetta komi i leitirnar sem fyrst því svo lítil verksmiðja sem Kilchoman má illa við svona veseni.