Viskíverksmiðjur: Laphroaig

Svæði: Islay
Framleiðsla: 3.3 milljónir lítra árlega
Eigandi: Beam Suntory
Stofnað: 1815
Framburður: Lafrojg

Laphroaig er mest selda viskíið frá Islay þessa dagana og er eftirspurnin gríðarleg. Eitt af vandamálunum við viskígerð er að þú þarft í raun að sjá fram í tímann og spá fyrir um sölu 10-15 ár inn í framtíðina. Laphroaig er svolítið að finna fyrir því að hafa vanmetið eftirspurnina eins og hún er í dag og því hafa 15 og 18 ára verið tekin úr framleiðslu. 75% af Laphroig eru markaðssett án aldursgreininar af þessum sökum.

Kjarninn er unglingurinn Select, 10 ára og Quarter Cask auk aragrúa annarra tegunda fyrir aðra markaði og fríhafnir.

Mikill móreykur, sjávarselta, þari, töluverður ávöxtur. Mikil bragðbomba, ekki allra vissulega enda afar ágengt. Select er yngra og með minni fyllingu. Quarter Cask er síðan úr minni tunnum sem þýðir meiri snerting við eikina og þrátt fyrir ungan aldur er það vel þroskað.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.