Viskíverksmiðjur: Glenturret

Svæði:Suður hálönd
Framleiðsla: 340.000 lítrar
Eigandi: Edrington Group
Stofnað: 1775
Framburður: Glentörret

Glenturret er, að eigin sögn, elsta viskíverksmiðja Skotlands, þ.e.a.s. lengst allra síðan framleiðandinn fékk leyfi til að framleiða “scotch”.

Glenturret hefur lengstum verið notað í blöndur, og er t.a.m. aðalmaltuppistaðan í The Famous Grouse, sem er eitt mest selda viskí veraldrar og hafa einmöltungar verið fátíðir en undanfarin 10-15 ár hefur áhersla á framleiðslu einmöltunga verið aukin.

Kjarninn undanfarið var 10 ára með hnetukeim, nokkuð sætt og ávaxtakennt. Það er þó ekki í framleiðslu eins og er og komu nýlega á markað 3 nýjar tegundir, allar án aldurstilgreiningar. Þær eru úr búrbontunnu og óreykt, ein úr sérrítunnu og sú þriðja er reykt.


Færðu inn athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.