Svæði: Suður hálönd
Framleiðsla: 3 milljónir lítra árlega
Eigandi: Burn Stewart Distillers
Stofnað: 1965 (Lokað frá 1982-1990)
Framburður: Dínston (Eðlileg, íslensk áhersla, á fyrsta atkvæði)
Deanston var frumkvöðull að því leyti að þar voru viskíin ekki kaldsíuð, átöppuð af 46% styrleika og ekki var litarefni (karamellu) bætt út í, fyrst allra.
Kjarninn er 12 ára sem er létt, ferskt, töluverður maltkeimur og hunang.