Svæði: Norður hálönd
Framleiðsla: 4 milljónir lítra árlega
Eigandi: Whyte&Mackay
Stofnað: 1839
Framburður: Dalmor (áherslan á mor)
Dalmore viskí eyða sínum fyrstu árum í búrbontunnum, en nánast öll eyða þau síðari árum í sérrítunnum. Dalmore er í miklu og góðu, sögulegu samstarfi við sérríframleiðandann Gonzales Byass og hefur aðgang að háklassa sérríámum sem gefa mikla dýpt og töluverða sætu.
Kjarninn er 12 ára. Töluverður sérríkeimur, appelsínur og krydd, negull.