Viskíverksmiðjur: Glen Ord

Svæði: Norður hálönd Framleiðsla: 11 milljónir lítra árlega Eigandi: Diageo Stofnað: 1838 Framburður: Glen Ord Glen Ord er vanalega markaðssett undir nafninu Singleton of Glen Ord og er eitt mest seldi einmöltungur Asíu, sem útskýrir gríðarlega umfangsmikla framleiðslugetu. Glen Ord er nánast ófáanlegt í Evrópu. Afar aðgengilegt, létt og flauelsmjúkt, með örlítilli sætu og digestive kexi.