Ritstjóri

Jakob Jónsson, ritstjóri, hefur áralanga reynslu af viskísölu, viskískrifum, viskísmökkunum, ráðleggingum og nánast öllu því er viðkemur viskíi. Jakob starfar í London í einni virtustu viskíverslun Bretlandseyja, Royal Mile Whiskies, og er skoðun hans að það sé til viskí fyrir alla – finnist þér viskí ekki gott, þá hefurðu bara ekki smakkað rétta viskíið.

Heimur vískísins getur verið flókinn og yfirþyrmandi enda eru ógrynni drykkjarins framleidd um allan heim, þó mestmegnis í Skotlandi. Þar eru um 100 verksmiðjur sem framleiða einmöltunga auk nokkurra sem framleiða kornviskí. Viskí er auk þess framleitt í Japan í miklu mæli, Indlandi, Skandinavíu, Ástralíu, Afríku svo eitthvað sé nefnt, svo ekki sé minnst á allt það sem kemur frá Bandaríkjunum.

Jakob stofnaði Viskíhornið Veftímarit snemma árs 2017, með eiginkonu sinni Evu, og er Viskíhornið eina íslenska veftímaritið sem fjallar um allt tengt viskíi. Þau hafa nokkra gestaskrifara á sínum snærum, breska viskíspekúlanta, en þau hafa verið búsett í London í yfir áratug. Viskíhornið hefur það að markmiði að kynna viskí fyrir byrjendum og aðstoða við fyrstu skrefin inn í heim lífsins vatns, auk þess að veita upplýsingar og ráðleggingar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Hægt er að bóka Jakob í smakkanir og kynningar fyrir hópa jafnt stóra sem smáa, endilega sendið okkur línu.

vh_samband
Viðtal við ritsjóra í Morgunblaðinu

Frétt á Nútímanum

Grein á mbl.is