Íslendingar hafa ekki unnið til margra viskíverðlauna gegnum árin, af skiljanlegum ástæðum en Eimverk vann ein slík á dögunum fyrir Flóka og því ber að fagna.
Verðlaunin sem um ræðir voru gefin af London Spirits Competition en þar voru yfir eitt þúsund mismunandi áfengistegundir (sterkar) og þar af 122 viskí.
Flóki gerði sér lítið fyrir og skoraði 93 stig af 100 mögulegum og er vel að því kominn, enda framúrskarandi vel að verkum staðið þar á bæ. Viskíið er ungt vissulega og það ber að hafa í huga en hvað varðar ung viskí, þá stendur Flóki reynslumeiri frændum sínum síst að baki.
Innilega til hamingju Eimverk. Afar skemmtilegt að Ísland sé komið á viskíradarinn.