Cragganmore

Cragganmore var stofnað af John nokkrum Smith árið 1869. Sá hafði þegar geysimikla reynslu og þekkingu á sviði viskíframleiðslu enda hafði hann þá þegar verið karlinn í brúnni hjá Macallan, Glenlivet og síðast Glenfarclas.

Hann langaði að stofna sína eigin viskíverksmiðju og lét drauminn rætast árið 1869 sem fyrr segir. Staðsetninguna valdi hann af kostgæfni en verksmiðjan stendur við ána Craggan og fæst vatnið til framleiðslunnar þaðan auk þess sem nýlega höfðu járnbrautarteinar verið lagðir skömmu frá, sem auðveldaði allan flutning.

Það getur stundum verið snúið að nálgast einmöltunga frá Cragganmore því að lunginn af framleiðslunni fer í blönduð viskí, eins og oft er með marga einmöltungsframleiðendur. Cragganmore er t.a.m. aðal uppistaða maltviskís í hinni frægu Old Parr blöndu, sem er eitt mest selda viskí Mið- og Suður-Ameríku. Kjarninn er 12 ára, átappað 43%.

Hvernig bragðast Cragganmore 12 síðan?

Angan: Mjög arómatísk. Mikill ávöxtur, sítruskennt, græn epli, vanilla. Nokkur sæta, ljóst að sérrítunnur koma við sögu að einhverju leyti.

Bragð: Fyrsta sem kemur upp í hugann er vanilla. Appelsínubörkur. Hvönn. Örlítil hunangssæta. Maltað bygg. Karamellu/súkkulaðikex rétt í lokin.

Eftirbragð: Millilangt. Það örlar á örlitlum móreyk, eitthvað sem kom lítið sem ekkert fyrir á tungunni. Skilur eftir sig dass af hunangssætu sem situr eftir á tungunni í bland við vanillustangir.

Niðurstaða: Virkilega vel gert og vandað viskí. Alls ekkert of flókið og er alls ekkert að reyna að vera það. Cragganmore er bara virkilega vel gert, bragðgott, milt viskí sem er ekkert að reyna á sig um of. Fæst auk þess vanalega á fantagóðu verði. Góður fordrykkur.

Fyrir hverja er Cragganmore? Almennt fyrir aðdáendur Spey-viskíia, viskía í léttari kantinum. T.d. Dalwhinnie, Deanston og jafnvel Glenlivet. Aðdáendur hálandaviskía eins og Oban, Glenmorangie, og AnCnoc ættu að finna þarna eitthvað við sitt hæfi.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.