Verksmiðjur loka fyrir heimsóknir

Það hefur vart farið framhjá nokkrum einasta manni að það er einhver bölvuð óværa að dreifa sér um allan heim.

Það er farið að hafa áhrif á viskíverksmiðjur Skotlands og víðar. Nánast allar maltviskíverksmiðjur í Skotlandi hafa lokað fyrir verksmiðjuheimsóknir en framleiðsla heldur þó áfram með óbreyttu sniði, enn um sinn a.m.k.

Óttast er að veiran muni hafa mikil fjárhagsleg áhrif á viskíbransann vegna ferðabanns, minni umferðar um flugvelli, lokanir á börum, búðum og minni neyslu. Diageo, sem á fjölmargar maltviskíverksmiðjur í Skotlandi gerir t.a.m. ráð fyrir 200 milljón punda tapi vegna þessa.

Hér má finna upplýsingasíðu með lista yfir þær verksmiðjur sem hafa lokað sínum dyrum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.