Það hefur vart farið framhjá nokkrum einasta manni að það er einhver bölvuð óværa að dreifa sér um allan heim.
Það er farið að hafa áhrif á viskíverksmiðjur Skotlands og víðar. Nánast allar maltviskíverksmiðjur í Skotlandi hafa lokað fyrir verksmiðjuheimsóknir en framleiðsla heldur þó áfram með óbreyttu sniði, enn um sinn a.m.k.
Óttast er að veiran muni hafa mikil fjárhagsleg áhrif á viskíbransann vegna ferðabanns, minni umferðar um flugvelli, lokanir á börum, búðum og minni neyslu. Diageo, sem á fjölmargar maltviskíverksmiðjur í Skotlandi gerir t.a.m. ráð fyrir 200 milljón punda tapi vegna þessa.
Hér má finna upplýsingasíðu með lista yfir þær verksmiðjur sem hafa lokað sínum dyrum.