Glendronach 12

Glendronach er eingöngu þroskað í sérrítunnum (Oloroso og/eða Pedro Ximenes) og því mjög dökkt, bragðmikið og ávaxtakennt. Verksmiðjan var stofnuð árið 1826 og hefur starfað sleitulaust síðan ef undan eru skilin árin 1996-2002 og 2005 til 2008 vegna framkvæmda og uppfærslna. Þess má reyndar geta að árið 1837 braust út mikill eldur í húsakynnunum sem nánast riðu verksmiðjunni að fullu og ollu gjaldþroti stofnenda. 1852 var Glendronach endurreist af nýjum eigendum.

Upphafsárin voru ögn stormasöm og skipti viskíbólið ört um eigendur. Eigendur dagsins í dag (síðan 2016) er drykkjarisinn Brown Forman sem m.a. á Jack Daniels og fleiri stórkanónur.

Sem fyrr segir er Glendronach eingöngu þroskað í gömlum sérríámum og það mjög virkum. Liturinn er afar dökkur sem gefur þau fyrirheit að viskiíð sé mjög þungt og mikið, sem það akkúrat er, vissulega eftir aldri. Kjarninn er Hielan sem er 8 ára, síðan höfum við 12, 15 og 18 ára, auk annarra eldri í takmörkuðu upplagi.

Skoðum 12 ára Glendronach, 43% þroskað í Pedro Ximenes (mjög sætt sérrí) og Oloroso sérrítunnum. Meira hér um tunnur.

Angan: Rúsínur, kanill, eikarkrydd, vanilla, sérrí, hnetur, ristaðar möndlur.

Bragð: Akkúrat eins og anganin gaf til kynna. Risastórt bragð með mikilli vanillu, þurrkuðum ávöxtum (rúsínum), súkkulaðikeimur, karamella. Nói&Síríus jólakonfektkassi!

Eftirbragð: Langt og mikið um sig, digurt. Sætt, karamella, vanillubúðingur.

Fyrir hverja er Glendronach?

Fyrir þá sem eru fyrir viskí í sætari kantinum, sælkera (sweet tooth). Ef þú ert fyrir segjum, Macallan, Glenfarclas, Glenrothes þá steinliggur Glendronach.

Niðurstaðan er geysilega margslungið viskí þar sem þessi sérríáhrif koma afar vel fram. Fullkomið eftir að hafa belgt sig út með jólasteikinni, eða bara til að orna sér við á þessum köldustu mánuðum ársins.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.