Topp 10 söluhæstu maltviskí í heiminum

10: Glen Grant

Sala 2017: 296.500 kassar, sem er aukning upp á 0.3% frá árinu áður.

Mest selt á Ítalíu, Frakklandi og Þýskalandi.

Eigandi: Campari Group.

Glen Grant er Speyside viskí, létt, ferskt, aðgengilegt með töluverðum ávaxtakeim.


9: Aberlour

Sala 2017: 297.000 kassar sem er 12.9 prósentum minna en árið áður og fellur Aberlour niður úr 6. sæti frá árinu 2016.

Mest selt í Frakklandi og Bretlandi.

Eigandi: Chivas Brothers/Pernod Ricard.

Þónokkur mismunandi Aberlour viskí eru á markaði en flest þeirra eru að mestu úr sérrítunnum. Eitt það vinsælasta er Aberlour A’Bunadh sem er eingöngu úr gömlum sérrítunnum, ungt og af náttúrulegum styrkleika eða um 60% alkóhól. Aberlour 16 smakk-punktar hér.


8: Laphroaig

Sala 2017: 306.000 kassar sem er aukning upp á 0.7% frá 2016.

Mest selt í Bandaríkjunum, Þýskalandi og fríhöfnum víðsvegar um heim.

Eigandi: Beam Suntory.

Laphroaig er klassísk reykbomba frá Islay. Alls ekki allra enda afar ágengt en á sér augljóslega afar dyggan aðdáendahóp. Smakk-punktar hér.


7: Monkey Shoulder

Sala 2017: 311.000 kassar sem er aukning upp á heil 31.4% frá árinu áður.

Vinsælast í Frakklandi, Bandaríkjunum og fríhöfnum.

Eigandi: William Grant&Sons

Monkey Shoulder er ekki einmöltungur, heldur blanda þriggja einmöltunga; GlenfiddichBalvenie og Kininvie

Monkey Shoulder kom á markað árið 2005 og hefur salan verið í stöðugri aukningu allar götur síðan, enda afar aðgengilegt, hentar gríðarvel í hanastél og er mjög vinsælt meðal barþjóna, sem útskýrir að miklu leyti þessar gríðarlegu vinsældir sem það hefur öðlast á tiltölulega skömmum tíma.


6: Balvenie

Sala 2017: 335.500 kassar sem telur aukningu upp á 11.2% frá fyrra ári.

Vinsælast í Bandaríkjunum, Tævan og fríhöfnum.

Eigandi er William Grant&Sons.

Balvenie er Speyviskí, þroskað vanalega að mestu í búrbontunnum en ,,finished” eða klárað oftast í sérrí eða -rommtunnum. Margslungið með mikinn karakter en á sama tíma afar aðgengilegt og höfðar til flestra viskíáhugamanna.


5: Glenmorangie

Sala 2017: 508.000 kassar sem er 0.5 prósentum minna en árið áður.

Vinsælast í Bandaríkjunum, Bretlandi, Tævan og fríhöfnum.

Eigandi: Moet Hennessy.

Glenmorangie er eitt af þessum sígildu, skosku hálandaviskíum sem höfða til margra og eiga sér afar dyggan aðdáendahóp sem heldur tryggð við sinn dropa sama hvað á gengur. Salan hefur þó ögn dregist saman undanfarið enda mörg önnur meira spennandi viskí að skjóta upp kollinum auk þess sem ný kynslóð viskíunnenda er opnari fyrir nýjungum.


4: Singleton

Sala 2017: 518.000 kassar. Aukning upp á 4%.

Mest selt í Taivan, Bandaríkjunum og fríhöfnum.

Eigandi: Diageo.

Singleton er afar milt viskí sem er má segja hannað til að höfða til sem flestra, og hentar vel sem skref inn í heim maltviskía. Aðgengilegt, ávaxtaríkt með netta hunangssætu.


3: Macallan

Sala 2017: 907.000 kassar sem er aukning upp á 8.7%

Mest selt í Bandaríkjunum, Asíu og fríhöfnum.

Eigandi: Edrington Group.

Macallan er sígilt Speyviskí og að miklu leyti úr sérrítunnum. Macallan hefur einhverra hluta vegna orðið afar eftirsótt meðal safnara og er arðbærasti einmöltungur á markaðnum í dag fyrir þá sem vilja fjárfesta. Markaðsvélin hjá Macallan er óstöðvandi og ef einhver í stórri kvikmynd sést með viskí, þá eru sterkar líkur á að það sé Macallan og nægir þar að nefna nýlega James Bond mynd. Svolítið eins og Coca Cola viskíheimsins.

Afar vinsælt viskí með gríðarlega dyggan aðdáendahóp sem ætti kannski að huga að því að prófa eitthvað nýtt því það eru jú, að okkar mati, önnur viskí af svipuðum toga sem standa Macallan töluvert framar hvað bragð varðar.

Það virðist þó ekkert lát vera á vinsældum Macallan þar sem salan eykst ár frá ári og var nýlega verið að byggja verulega við verksmiðjuna og auka afkastagetuna næstum tvöfalt.


2: The Glenlivet

Sala 2017: 1.07 milljónir kassa. Aukning upp á 2.4%

Vinsælast í Bandaríkjunum (40%), Asíu, Kanada og fríhöfnum.

Eigandi: Chivas Brothers/Pernod Ricard

Glenlivet er geysilega vinsælt viskí, afar aðgengilegt, milt og ríkt af ávöxtum. Höfðar til margra og rétt eins og Singleton þá er það fullkomið skref fyrir nýliða inn í maltviskíheiminn.


1: Glenfiddich

Sala 2017: 1.22 milljónir kassa, aukning upp á 2.9%

Vinsælast í Bandaríkjunum, Bretlandi og fríhöfnum.

Glenfiddich hefur verið mest selda maltviskí heims undanfarin ár. Undantekning er árið 2014 þegar Glenlivet tók framúr en Glenfiddich endurheimti krúnuna árið eftir og hefur haldið henni síðan og gerir það sennilega næstu ár, enda gríðarlega vinsælt viskí eins og sölutölurnar gefa til kynna. Nánar hér.

Mikill ávöxtur, flauelsmjúkt og aðgengilegt.


Ein athugasemd við “Topp 10 söluhæstu maltviskí í heiminum

  1. Áhugavert væri sjá þennan lista eftir undirtegundum. Eðlilega eru stærstu húsin þarna þó sker Laph sig úr. Einnig væri auðveldara með samanburð að eftir lítrum en ekki kössum þá sést hve mikið af heildarframleiðslunni fer í Malt. Líklega eru þetta 12fl kassar. Þá er Glenfiddich með 10,25 milljónir lítra, eru með framleiðslugetu 14 milljón lítra. Laphroaig með 2,57 milljónir lítra, eru með framleiðslugetu 3,3 milljónir lítra.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.