Westland

Westland er fremur nýlegur og smár viskíframleiðandi frá Seattle í Bandaríkjunum. Sá hefur unnið til mýmargra verðlauna og er vel að þeim kominn. T.a.m. var Westland valinn ,,Craft producer of the year” á Icons of Whisky verðlaununum árið 2016.

Viskíhornið varð nýlega þess heiðurs aðnjótandi að vera viðstatt er forstjóri verksmiðjunnar kom til Lundúna til að kynna afurðina.

Westland notast við fimm mismunandi bygg-gerðir:

Washington select pale malt

Munich Malt

Extra special malt

Pale chocolate malt

Brown malt

Þessar fimm tegundir vinna óhemju vel saman og chocolate maltið kemur skemmtilega fram.

Auk þess má geta að gerið sem þar er notast við kemur alla leið frá Belgíu, ,,Belgian brewer’s yeast” en það er sama ger og er notað í hina sígildu belgísku bjóra í sætari kantinum.

Kjarninn er Westland American Oak, (46% alkóhól) þroskað í þrenns konar tunnum; tvennskonar ferskum, amerískum tunnum og gamalli búrbontunnu og er útkoman afar létt og ávaxtakennt viskí. Svo ferskt að sítrónur koma upp í hugann, appelsínur, vanillubúðingur, crème brule, súkkulaði. Afar aðgengilegt og auðvelt viðureignar. Minnir á skoskt viskí en hefur sterk, amerísk áhrif.

Auk American Oak kemur Sherry Wood, (46%) sem eins og nafnið gefur til kynna er að hluta þroskað í sérrítunnum, Pedro Ximenes og Oloroso-tunnum auk ferskri, amerískri eik.

Þess má geta að spánsku tunnurnar eru ekki teknar í sundur við flutning eins og vaninn er í Skotlandi, heldur eru þær fluttar heilar frá Spáni alla leið til norð-vesturhorns Bandaríkjanna. Notast er við tunnur frá sama framleiðanda og Glendronach notar undir sína framleiðslu.

Þarna eru notaðar þessar fimm ofannefndu byggtegundir auk belgíska gersins. Eini munurinn er þroskunin.

Sherrywood er ögn þyngra en American Oak eins og gefur að skilja. Það er sætara, hunang, rúsínur, hlynsíróp og sérríáhrifin láta á sér kræla, sérstaklega í eftirbragðinu. Gríðarlega gott jafnvægi milli amerísku eikarinnar og sérrítunnanna.

Að lokum má nefna Westland Peat (46%) sem eins og heitið gefur til kynna, er reykt. Hörgull er möltunarverksmiðjum sem reykja bygg í Washingtonríki og því er reykta maltið enn sem komið er flutt inn frá Skotlandi.

Þarna eru sömu fimm byggtegundirnar auk þess reykta, semsagt sex mismunandi byggtegundir og fer þroskunin fram í nýrri, amerískri eik og gamalli búrbontunnu. Meira hér um tunnur.

Reykurinn er ekki mjög áberandi, hann er svolítið feiminn til að byrja með en kemur fram eftir augnablik á tungunni. Þarna eru hnetur, smá sítrus og dass af móreyk sem tranar sér fram eftir örskamma stund. Til að bera saman reykinn þá dettur okkur Talisker í hug, kannski ögn mildara.

Hvað fannst okkur svo um Westland?

Okkur þótti mjög mikið til koma, verulega vel gerð viskí, hvert á sinn hátt. Þau eru öll svolítið sæt og sítruskennd og má leiða að því líkum að það séu áhrif belgíska gersins. Verulega áhugaverð og skemmtileg viskí sem viskíunnendur verða ekki vonsviknir af.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.