Chivas gefur út viskí nefnt eftir Manchester United

Chivas Manchester United viskí, 40%

Chivas, einn styrktaraðila enska fótboltaliðsins Manchester United er við það að gefa út 13 ára blöndung nefndan eftir þessu farsælasta knattspyrnuliði ensku úrvalsdeildarinnar.

Sem fyrr segir er afurðin þrettán vetra gömul og er auk þess að hluta til þroskuð í ámum sem áður innihéldu bandarískt rúgviskí, sem ætti að gefa örlítinn kryddkeim.

Þar sem viskíið er 13 ára gamalt þá var það eimað í tíð Sir Alex Ferguson, sem hélt um stjórnartaumana hjá Man Utd frá árinu 1986 allt þar til kauði settist í helgan stein árið 2013. Er viskíið tileinkað honum og má þess geta að eiginhandaráritun hans er grafin á miðann.

Chivas segir að bragðið einkennist af sítrus, mjólkursúkkulaði og dassi af kanil. Spurningin er svo hvort þessi blanda sé sigurblanda og rétti gengi klúbbsins af eða hvort það fari út um þúfur eins og tímabilið virðist vera að gera hjá Man Utd.

Einn er þó sá gallinn á gjöf Njarðar að viskíið verður eingöngu fáanlegt í Bandaríkjum Norður Ameríku, en ekki hefur verið enn gefið upp nákvæmlega hvenær það verður gefið út.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.