Highland Park 12

Highland Park er frá Kirkwall á Orkneyjum en það er sú verksmiðja sem er nyrst á Skotlandi, rétt norðan við nágrannann í Scapa. Highland Park var stofnuð árið 1798 og hefur starfað sleitulaust síðan. Það er ein fárra verksmiðja sem í dag maltar sitt eigið bygg. Það bygg sem er maltað þar er reykt, með móreyk úr nágrenninu upp að 20 ppm (phenols per million) sem er nálægt því sem Bowmore gerir en restin sem notast er við er óreykt bygg frá meginlandinu. Úr verður léttreykt viskí með blómlegum, ögn grösugum keim, hunangi auk þess sem nærveran við Atlantshafið gefur örlítið salt.

Framleiðslugeta HP stendur í 2.5 milljónum lítra á ári, sem er ekki miki miðað við marga aðra framleiðendur en þó er mikill fjöldi mismunandi útgáfa fáanlegur og það svo að segja um allan heim.

Kjarninn er 12 ára og 18 ára (einnig skjóta upp kollinum 21, 25, 30 og 40 ára.) Margar aðrar tegundir og árgangar eru framleiddir fyrir mismunandi markaði og fyrir fríhafnir. Þar má nefna 15 og 16 ára, Víkinga- og Valhallarseríurnar en HP spilar mikið inn á víkingatengslin.

12 ára er sem fyrr segir, kjarninn.

Ferskt, léttreykt, blómlegt með keim af hunangi og sjávarseltu.

Fyrir hverja er Highland Park?

Svo að segja fyrir alla áhugamenn um viskí. Það höfðar til mjög víðs hóps.

Skál!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.