The Whisky Lounge 2019

The Whisky Lounge kynningin er haldin víðsvegar um Bretland og dettur inn til Lundúna árlega um miðjan maí. Að sjálfsögðu stungum við inn nefinu þar enda skemmtileg hátíð og margt að smakka og skoða. Reyndar verður að viðurkennast að í ár virtist minna lagt í hátíðina en undanfarið, en vissulega margt áhugavert að sjá. Þar tókum við til kostanna nokkra gamla kunningja sem gott var að rifja upp eins og Glenlivet, blöndur á borð við Chivas af öllum árgöngum og útgáfum, Highland Park í bland við nýjar verksmiðjur eins og Bimber sem er nýr framleiðandi í Vestur Lundúnum og Lakes Distillery sem er í Lake District í Norður Englandi.

Lakes verksmiðjan er afar spennandi en hún er ný, stofnuð árið 2014 og því ekki mikið um öldruð viskí þaðan en til að byrja með var viskíið búið til í annarri, ótilgreindri verksmiðju. Nú loks eru að koma á markað viskí sem eru búin til í verksmiðjunni sjálfri. The One er blandað viskí, gert í Englandi og blandað við viskí fengin frá Skotlandi. Sérlega vel heppnuð blanda, mjúk með mikinn ávaxtakeim, hunangssætu og nettan reyk. Minnir ögn á Ardmore með minni reykjarkeim.

Önnur tegund þaðan er Steel Bonnets en í þeirri blöndu eru saman komin fyrstu maltviskíin framleidd í Lakes verksmiðjunni sjálfri, blönduð saman við skoska einmöltunga og er útkoman algerlega frábær. Mikil fylling, þykk, rjómakennd áferð, örlítill móreykur, ávextir, engifer og mikil vanilla. Frábærlega vel samsett og virkilega þess virði að prófa.

Bimber viskíbólið í Park Royal, Vestur Lundúnum opnaði árið 2015 og hóf viskíframleiðslu ári síðar. Þar sem, þegar þetta er skrifað, eru einungis fjögur ár frá opnun er ekki mikið um einmöltunga þaðan, en hingað til hafa komið nokkrir viskívísar þaðan sem hafa lofað mjög góðu auk framúrskarandi gins. Á The Whisky Lounge voru í boði nokkrir ungir einmöltungar úr búrbon- og sérrítunnum af náttúrulegum styrkleika (e. cask strength) auk Bimber Signature single malt 48% sem, þrátt fyrir ungan aldur er skemmtilega vel þroskað. Svolítið ágengt, kryddað, pipar, töluverð vanilla, engifer, appelsínur og dass af karamellu. Virkilega vel gert og verður spennandi að sjá hvernig Bimber viskíin þróast. Ljóst er að Englendinga þarf að taka alvarlega í viskíframleiðslu en England hefur ekki beint verið þekkt fyrir framleiðslu lífsins vatns hingað til en undanfarin ár hafa sprottið upp nokkrar nýjar víðsvegar og eru þær hver annarri betri. Skemmtileg þróun!

Annars var nú frekar fátt um fína drætti á The Lounge þetta árið miðað við þau fyrri.

Sem fyrr segir voru þar nokkrir standardar sem taldi voru upp að ofan og ber kannski í bakkafullan lækinn að tala mikið um þau. Reyndar var þar danskt viskí sem við höfum ekki hnotið um áður. Stauning heitir það og skoraði ekki mjög hátt, en vonandi skánar það með árunum! Ungt, svolítið gróft og ágengt. Minnti svolítið á safa úr furutréi! Ungt, en stendur ungu Englendingunum töluvert að baki að okkar mati.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.