Tobermory

Tobermory er eina viskíverksmiðjan á eyjunni Mull en þaðan koma tvennskonar viskí, hið óreykta Tobermory og hið léttreykta Ledaig (borið fram Ledsjigg) en það er heiti götunnar sem verksmiðjan stendur við.

Saga Tobermory hefur verið æði stormasöm frá stofnun árið 1798. Henni var lokað árið 1837 og opnuð á ný 1878 en lokað á ný árið 1930. Verksmiðjan var keypt aftur árið 1972 og þá nefnd Ledaig Distillery Ltd en einungis þremur árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Fasteignasalan Kirkleavington Property keypti verksmiðjuna árið 1979 og nefndi hana upprunalegu nafni hennar, Tobermory Distillers Ltd og hóf framleiðslu stuttu síðar.

1982 lokaði Tobermory enn og aftur en opnaði á ný 7 árum síðar. Drykkjarisinn Burn Stewart keypti framleiðsluna árið 1993 og hefur rekið hana síðan, með allgóðum árangri. Síðan Burn Stewart keypti hefur uppganga blandanna Black Bottle og og Scottish Leader verið töluvert hröð, auk þess sem maltinnihald var aukið nýverið, en Tobermory er einmitt aðal einmöltungurinn í þeim blöndum. Af þeim sökum fer langmest af framleiðslu Tobermory í þessar tvær blöndur og því eru einmöltungar ekki á hverju strái. T.a.m. voru engir einmöltungar undir nafninu Tobermory settir á markað um tveggja til þriggja ára hríð nýverið og eru þeir rétt nú að láta sjá sig í hillum á ný.

Hvernig ætli Tobermory bragðist síðan?

Angan: Anganin er mjög létt og mjúk. Vanilla, hnetur, karamella og töluverður byggkeimur. Lyktar kannski ögn yngra en maður myndi halda af tíu ára maltviskíi.

Bragð: Verksmiðjukeimur, þið sem hafið farið í maltviskíverksmiðju vitið hvað við eigum við. Svolítið krydd, pipar, eik, vanilla og örlítil sjávarselta. Greinilega er þetta eyjaviskí.

Eftirbragð: Millilangt, vanilla, salt og pipar! Örlítill mintukeimur jafnvel.

Fyrir hverja er Tobermory?

Tobermory steinliggur fyrir aðdáendur léttra viskía sem hafa þó smá kikk. Það á að heita óreykt en það er þó eins og með góðum vilja geti maður greint örlítinn móreykjarkeim. Tobermory fellur í svipaða kategóríu og t.d. Old Pulteney frá Wick og aðdáendur Scapa frá Orkneyjum myndu hugsanlega fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Auk Tobermory er þar framleitt hið léttreykta Ledaig sem fyrr segir. Þar erum við að tala um töluvert reykt viskí sem minnir einna helst á Talisker. Léttur reykur, saltkeimur, kryddkeimur.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.