
Game of Thrones, eða Krúnuleikar eru sjónvarpsþættir sem hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim undanfarin misseri og ættu flestir að kannast við þá. Við Íslendingar eigum einnig töluvert í þeim ekki satt?
Nýverið gaf Diageo, eigandi Johnnie Walker vörumerkisins, út White Walker blönduna sem hefur farið sigurför um heiminn.
Í haust kom síðan út sería einmöltunga í Bandaríkjunum sem hver um sig er nefndur eftir ríkjunum úr þessum þáttaröðum. Sú sería átti að koma út í Evrópu í apríl 2019 en var flýtt um tvo mánuði og er því nýkomin á markað.
Þess má geta að þegar hún kom út varð uppi fótur og fit og seldust flest viskíin upp á örskotsstundu.
Viskíin sem um ræðir eru eftirfarandi:
- Frá Stark ríki kom Dalwhinne Winter’s Frost, 43% og var verðlagt á um 48 pund í Bretlandi
- Frá Tully ríki var það Singleton of Glendullan, 40%, ~ £38
- Targaryen ríki gaf af sér Cardhu Gold Reserve, 40%, ~ £48
- Níu ára Lagavulin var kennt við Lannister ríki. 46%, ~ £65
- Frá Greyjoy ríki var það Talisker Select Reserve, 45,8%, ~ £48
- Baratheon ríki: Royal Lochnagar 12 ára, 40%, ~ £38
- Clynelish Reserve var kennt við Tyrell ríki, 51.2%, ~ £48
Auk ofantalinna viskía ríkjanna sjö kom út Oban Bay Reserve sem kennt var við Svartstakka en það var átappað 43% og kostar/kostaði ca. £65.
Voru einhverjir íslenskir viskí og/eða -Krúnuleikaaðdáendur svo lánsamir að næla sér í eintak?