Krúnuleikaeinmöltungar

 

Krúnuleikastjarnan Nikolaj Coster-Waldau smakkar á White Walker. Ljósm: Jose Silva.

Game of Thrones, eða Krúnuleikar eru sjónvarpsþættir sem hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim undanfarin misseri og ættu flestir að kannast við þá. Við Íslendingar eigum einnig töluvert í þeim ekki satt?

Nýverið gaf Diageo, eigandi Johnnie Walker vörumerkisins, út White Walker blönduna sem hefur farið sigurför um heiminn.

Í haust kom síðan út sería einmöltunga í Bandaríkjunum sem hver um sig er nefndur eftir ríkjunum úr þessum þáttaröðum. Sú sería átti að koma út í Evrópu í apríl 2019 en var flýtt um tvo mánuði og er því nýkomin á markað.

Þess má geta að þegar hún kom út varð uppi fótur og fit og seldust flest viskíin upp á örskotsstundu.

Viskíin sem um ræðir eru eftirfarandi:

  • Frá Stark ríki kom Dalwhinne Winter’s Frost, 43% og var verðlagt á um 48 pund í Bretlandi
  • Frá Tully ríki var það Singleton of Glendullan, 40%, ~ £38
  • Targaryen ríki gaf af sér Cardhu Gold Reserve, 40%, ~ £48
  • Níu ára Lagavulin var kennt við Lannister ríki. 46%, ~ £65
  • Frá Greyjoy ríki var það Talisker Select Reserve, 45,8%, ~ £48
  • Baratheon ríki: Royal Lochnagar 12 ára, 40%, ~ £38
  • Clynelish Reserve var kennt við Tyrell ríki, 51.2%, ~ £48

Auk ofantalinna viskía ríkjanna sjö kom út Oban Bay Reserve sem kennt var við Svartstakka en það var átappað 43% og kostar/kostaði ca. £65.

Voru einhverjir íslenskir viskí og/eða -Krúnuleikaaðdáendur svo lánsamir að næla sér í eintak?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.