Lagavulin 16

Lagavulin er gömul og sögufræg viskíverksmiðja er viskíið þeirra með þeim vinsælustu á heimsvísu, þrátt fyrir að vera hálfgerður kettlingur hvað framleiðslugetu varðar, í samanburði við marga risana. Heimildir um framleiðslu þar ná allt aftur til ársins 1742, en þá án leyfis yfirvalda. Lagavulin fékk framleiðsluleyfi árið 1816 og fagnaði því 200 ára afmæli nýverið. Verksmiðjan hefur starfað sleitulaust allt frá upphafi.

Lagavulin sker sig úr að því leyti að standardinn þeirra er átappaður mun eldri en annarra framleiðenda á Islay, eða sextán ára hið minnsta og hefur viskíið unnið til aragrúa verðlauna um víða veröld og það ekki að ástæðulausu.

Nýspírinn frá Lagavulin er með þeim allra bestu sem við hjá Viskíhorninu höfum dreypt á, mikið reykt og frekar gróft vissulega en eftir öll þessi sextán ár í tunnunni hefur hann mildast mikið, dregið í sig mikla eik og jafnað út reykinn. Jafnvægið er fullkomið.

Hvernig bragðast Lagavulin 16 síðan?

Angan: Ágeng lykt af móreyk. Joð, vanilla, krydd, pipar, sjávarselta. Gamall netabátur við höfnina!

Bragð: Áferðin er þykk og mikil, olíukennd. Krydd- og vanillukeimur úr eikinni. Það er notast við sérrítunnur að nokkru leyti og þær gefa þónokkra sætu. Einnig má vel greina þurrkaða ávexti eins og rúsínur og/eða döðlur og jafnvel karamellu en mest áberandi er mikill móreykur og sjávarselta. Gríðarlega margslungið viskí.

Eftirbragð: Langt og heitt, mór, reykur, krydd og þurrkaðir ávextir.

Fyrir hverja er Lagavulin?

Það er kannski ekki fyrir hvern sem er enda afar ágengt en ef þú, lesandi góður, ert fyrir viskí í reyktari kantinum þá er afskaplega erfitt að slá Lagavulin 16 við enda eitt allra besta viskí sem völ er á.

Það erum við viss um að Lagavulin á sér dyggan aðdáendahóp á Íslandi enda íslenskir viskíáhugamenn almennt mikið fyrir reykt viskí auk þess sem það er auðfáanlegt á landinu. Ætti að fást í flestum ef ekki öllum Vínbúðum.

Þess má geta svona í lokin að Lagavulin 16 er guðdómlegt með sterkum gráðosti. Þvílík pörun!

Fyrir aðdáendur Islay viskía á borð við Laphroaig, Ardbeg og Caol Ila.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.