Aultmore 12

Aultmore verksmiðjan er í eigu John Dewars&Sons sem síðan er í eigu risans Bacardi. Langmest af framleiðslu Aultmore fer í blönduð viskí, einna helst í Dewar’s sem er einn mest seldi blöndungur heimsins, og er því ekkert svo mikið afgangs til að selja sem einmöltunga. Einnig fer mikill hluti framleiðslunnar í annan vel þekktan blöndung, William Lawson’s. Þó hefur Aultmore verið að skjóta upp kollinum hér og þar í auknu mæli enda eru viskíunnendur margir hverjir að opna hug sinn og verða móttækilegri fyrir að prófa nýja hluti og fæst Aultmore nú til að mynda í flugstöð Leifs Eiríkssonar og það á fantafínu verði. Því er um að gera að grípa eins og eina bokku í næstu ferð gegnum flugstöðina.

Aultmore hefur verið starfandi allar götur síðan árið 1896 utan tímabils í byrjun 8. áratugs sl. aldar þegar verksmiðjan var endurbyggð frá grunni, og er ekkert eftir af upprunalegu húsakynnunum í dag.

Frá árinu 2004 hefur 12 ára útgáfan eini einmöltungurinn í stöðugri framleiðslu á almennum markaði auk 18 ára í takmörkuðu upplagi síðan árið 2015. Einnig er hægt að hnjóta um 25 ára Aultmore sé heppnin með manni.

Hvernig bragðast Aultmore síðan?

Angan: Mikill ávöxtur, töluvert eikarkrydd, vanilla, perur og ekki laust við smá cappuchino slæðist þarna inn.

Bragð: Aultmore er mjög létt og þægilegt viskí, silkimjúkt. Þarna er töluverð vanilla, hnetur, kaffi og karamella. Létt áferð, alls ekki ágengt heldur þvert á móti mjög milt og ljúft, afskaplega kurteist viskí. Þarna má einnig greina hunang og jafnvel banana.

Eftirbragð: Svo sem ekkert sérstaklega langt því þetta er mjög hæverskt viskí og það skilur eftir sig vanillu og mikið ávaxtabragð.

Fyrir hverja? Aultmore 12 er fyrir aðdáendur léttari og ávaxtakenndari viskía á borð við Glenfiddich, Glenlivet, Deanston, Glenmorangie til að nefna einhver. Auk þess fæst það á afar sanngjörnu verði. Fríhafnarverðið þegar þetta er skrifað er einungis 7699 krónur fyrir lítrann.

Aultmore er átappað 46% alkóhól, ekki kaldsíað og án litarefna.

Skál!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.