Bowmore 12

Bowmore er elsta viskíbólið á Islay en það komst á koppinn árið 1779 og hefur framleiðsla staðið sleitulaust allar götur síðan þá. Þetta setur Bowmore einnig í hóp elstu löglegu viskíverksmiðja Skotlands.

Það hafa gegnum tíðina verið nokkrir eigendur að Bowmore eftir að herramaður að nafni David Simpson stofnaði fyrirtækið seint á 18. öld sem fyrr segir, en það er nú í eigu Suntory, japanska viskírisans, en árið 1989 eignaðist það fyrirtæki 35% hlut í fyrirtækinu og hefur Bowmore verið alfarið í eigu Suntory síðan árið 1994.

Bowmore er um 900 manna sjávarþorp á eyjunni Islay við suð-vesturströnd Skotlands og eru viskí þaðan þekkt fyrir töluvert mikið reykjar- og sjávarseltubragð. Bowmore er þar svo sem engin undantekning, þó það sé ögn lægra skrifað á reykjarskalanum en frændur þeirra frá Laphroaig, Ardbeg, Lagavulin svo eitthvað sé nefnt. Meira um skosku landsvæðin hér.

Bowmore er léttreykt og mjög ávaxtaríkt viskí sem ætti að höfða til þeirra sem vilja ekki dýfa sér beint í djúpu reykjarlaugina heldur vilja halda sig nær grynninu fyrst um sinn.

Þrátt fyrir að verksmiðjan sé ekki svo stór miðað við margar aðrar er aragrúi mismunandi viskía fáanlegur þaðan og breytilegt eftir marköðum. Auk þess er sérframleiðsla eingöngu fyrir fríhafnir.

Kjarninn er Bowmore 12 ára.

Lítum á hvernig sá bragðast.

Angan: Aðlaðandi angan af sítrusávöxtum, sjávarselta og ágætis magn af móreyk.

Bragð: Virkilega gott jafnvægi milli móreyks, sjávarseltu og framandi ávaxta. Þykk áferð, léttur reykjarkeimur, lakkrís/anís. Gamalt og úr sér gengið leðursófasett, án þess að við höfum nokkru sinni lagt okkur slíkt til munns en þið vitið hvað við erum að fara.

Eftirbragð: Ekki það lengsta í bransanum en það skilur eftir sig nettan reykjarkeim í bland við appelsínur og kakóbaunir.

Niðurstaða: Sem fyrr segir er Bowmore glæsilegt viskí fyrir þá sem hafa áhuga á að dýfa nokkrum tám í átt að djúpu lauginni án þess að steypa sér alla leið.

Aðgengilegt, ávaxtaríkt viskí með nettan reykjarkeim.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.