Glenrothes verksmiðjan fór nýverið á skjön við það sem margar aðrar verksmiðjur gera nútildags og hættu með viskí sem eru án aldurstilgreiningar eða árgans og tilgreina afurðir þeirra núna aldur, þ.e. yngsta viskíið í flöskunni. Við tókum þau til kostanna nýverið:
Glenrothes 10 ára 40%
Angan: Þykk angan, rjómakennd. Minnir á þýska eplaköku með rjóma. Síróp. Mjög sætt, mikil vanilla. Opnast vel í glasinu og fer að minna á niðursoðinn ananas.
Bragð: Appelsínusúkkulaði. Tunnan kemur vel fram með sín eikarkrydd, vanillu og negul jafnvel.
Eftirbragð: Millilangt, mikil vanilla. Klassískt Spey-viskí. Hefði notið góðs af ögn meiri styrkleika en 40%.
Glenrothes 12 ára 40%
Angan: Síróp, cappuchino, valhnetukaka. Appelsínubörkur, ferskir ávextir, cantaloupe melónur. Vel þroskaðir bananar.
Bragð: Bananar, sítrusávextir, melónur. Mikil eik og krydd á borð við negul. Engifer.
Eftirbragð: Smá engifer, örlítill anís/lakkrís. Millilangt. Þróast vel í glasinu og opnast.
Fyrir hverja? Aðdáendur sígildra Speyside viskía. Aftur, þá vantar örlítið meira ,,kikk“. 43 eða 46% hefði hentað þessu mjög vel.
Glenrothes Whisky Maker’s Cut 48.8%
Angan: Döðlur, heilmikil sérríáhrif, mikið krydd, negull, þung og mikil angan.
Bragð: Þrátt fyrir öll sérríáhrifin sem anganin gaf í skyn hefur þetta mjög gott jafnvægi, ekki of þungt, ekki of mikill kryddkeimur en þó kemur hann vel fram. Negull, rúsínur, fíkjur. Mjög gott jafnvægi. Algerlega framúrskarandi viskí sem aðdáendur Macallan t.d ættu að athuga.
Eftirbragð: Langt og mikið. Sérríáhrifin eru sterk og alltumlykjandi en jafnvægið er nánast fullkomið.
Niðurstaða:
Glenrothes hefur þarna komið með algerlega framúrskarandi Spey-viskí sem eru vissulega þess virði að prófa. Hvað sé best af þessum þremur fer vissulega eftir smekk hvers og eins en Viskíhornið ætlar að gefa 12 ára hæstu einkunn. Frábært, ferskt viskí sem leynir verulega á sér þó svo það hefði notið sín betur hefði styrkurinn verið ögn hærri.