Metallica lög hrista upp í viskíinu við þroskun

Mynd: https://blackenedwhiskey.com

Það virðist vera tízka nútildags að tónlistarmenn og hljómsveitir gefi út áfengan drykk með nafni sínu og nægir þar að nefna Heaven’s Door viskíið hans Bob Dylan, Trooper bjórinn frá Iron Maiden, búrbonið hans Drake, bjórinn frá AC/DC, Motörhead viskí os.frv.

Rokkhundarnir í Metallica sáu sér þar leik á borði og eru nú að gefa út viskí að nafni Blackened, nefnt eftir þekktu lagi eftir þá kóna, í samvinnu við Dave Pickerell, fyrrum yfirmann Maker’s Mark. Viskíið er blanda af búrboni, rúgviskíi og amerísku maltviskíi sem er þroskað í ámum sem áður innihéldu dökkt koníak.

Þroskun tunnanna hefur vakið athygli en það er væntanlega heilmikið stuð í vöruhúsinu því í tilkynningu frá bandinu kemur fram að þar eru spiluð Metallica lög sem eiga að hrista upp í viskíinu og auka snertingu við eikina. Mismunandi lög eru leikin við þroskun mismunandi lagana.

„The blend is housed in black brandy barrels and inundated with low hertz sound waves so intense that it actually enhances the molecular interaction and ultimately the finish of the whiskey.“

Hægt er að nálgast lagalistann á heimasíðu viskísins.

Maður ætti að geti fengið viskí þroskað af sínum uppáhalds lögum en spurning er þá hvort munur sé milli lagana sem þroskast undir ruslatunnurokki 9. áratugarins eða mjúkindum þess tíunda?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.