Heaven Hill viskíið kærir Heaven’s Door

Eins og við komum inn á áður þá er meistari Bob Dylan að dýfa að minnsta kosti einni tá í viskíhafið þar sem hann, í samstarfi við aðra, gaf út sitt eigið viskí sem nefnist Heaven’s Door, eftir einu af hans þekktustu lögum.

Einn af búrbonrisunum í Bandaríkjunum heitir Heaven Hill en þar á bæ er framleitt gríðarlegt magn búrbons auk annars sterks áfengis.

Forráðamönnum Heaven Hill fannst greinilega að sér vegið þegar þeir sáu hvað viskíð hans Roberts Zimmerman er nefnt og hafa kært nóbelsverðlaunahafann þar sem þeir segja að nafnið gæti valdið ruglingi og virðist sem þeir haldi að þeir hafi einkarétt á orðinu ,,heaven”.

Spurning um að kæra höfund biblíunnar líka.

Það er kannski full seint…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.