Setjið töluvert af ísmolum í glas.
Einn tvöfaldur Tamdhu 10 (um 50ml.).
Um 10 ml. Agave síróp, helst með kanilbragði. Annars má hræra örlitlum kanil út í sírópið.
Nokkrir dropar af Angostura bitter.
Appelsínubörkur til skreytingar.
Mælingarnar eru alls ekki heilagar og um að gera að prófa sig áfram því við höfum jú öll mismunandi smekk. Skál!