Viskí er í nánd

Game of Thrones þáttaröðin hefur varla farið framhjá mörgum enda gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni og ekki síst á Íslandi, enda eigum við Íslendingar sterk tengsl þangað inn.

Drykkjarisinn Diageo sá sér þar leik á borði og í haust koma út átta einmöltungar, nefndir eftir The Great Houses of the Seven Kingdoms.

Viskíin sem þar um ræðir eru engir aukvisar en þau eru stórkanónurnar Lagavulin, Oban, Talisker, Cardhu, Royal Lochnagar, Dalwhinnie, Clynelish og The Singleton. Glöggir stærðfræðingar hafa nú kannski áttað sig á að þarna eru talin upp átta viskí fyrir ríkin sjö en áttunda viskíið er tileinkað The Night’s Watch eða Næturvörðunum sem aðdáendur þáttanna eflaust kannast vel við.

Hvert viskí verður væntanlega nefnt eftir Ríkjunum sjö; Stark, Targaryen, Lannister, Tyrell, Bolton, Baratheon og Martell auk næturvarðanna. Verður áhugavert að sjá hvaða viskí verður tileinkað hvaða ríki en við erum illa svikin ef Talisker verður ekki fulltrúi Lannister!

Serían er væntanleg á markað í haust 2018, rétt er vetur brestur á!

Þetta kemur í kjölfar þess að Johnnie Walker, einmitt einnig í eigu Diageo tilkynnti á dögunum nýja útgáfu af Johnnie Walker, White Walker sem er greinileg skírskotun í Game of Thrones. Ekkert hefur enn verið gefið upp um innihaldið en White Walker á að koma á markað veturinn 2018-2019.

Winter is coming!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.