Nýtt frá Balvenie

Hjá Balvenie leynast á lager einhverjar elstu tunnur í Speyhéraði og er nú væntanlegt á markað viskí frá þeim sem er hvorki meira né minna en fimmtíu ára.

Maltmeistari Balvenie, hinn goðsagnakenndi Dave Stewart blandaði þar saman af sinni alkunnu snilld, fimmtíu ára viskíum úr fjórum mismunandi tunnum, og er niðurstaðan víst undursamleg.

Viskíhornið hefur því miður ekki orðið svo lánsamt að smakka (ennþá!) en það er jú ekki fyrir hvern sem er að nálgast flösku. Verðmiðinn slagar nefnilega upp í ágætis innborgun á húsi í vesturbænum eða heil 27.500 pund. Ef við þýðum það yfir á íslensku þá gerir það tæpar fjórar millónir fyrir flöskuna!

Vissulega er þarna væntanlega framúrskarandi viskí á ferðinni sem væri vissulega gaman að dreypa á, en spurningin er … er það fjögurra milljóna virði?

Upplagið verður einungis 110 flöskur og verður fáanlegt í ágúst 2018. Átappað 42.8%

Þá er bara að fara að telja seðlana í veskinu… já eða dubba sig upp og manna sig í að tala við bankastjórann.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.