Teeling Rum Cask Small Batch

Frá Teeling koma þrír standardar, Teeling Rum Cask Small Batch blanda, Single Grain og Single Malt. Lesið nánar um Teeling verksmiðjuna hér

Hið algengasta er blandan sem inniheldur töluvert mikið bygg, hærra hlutfall en í mörgum blönduðum viskíum, og er síðan látið þroskast um stundarsakir í gamalli rommtunnu, sem gefur skemmtilegan keim.

Hvernig smakkast það svo?

Angan: Keimur af nýslegnu grasi, blómlegt, töluvert mikil vanilla og nokkuð sætt.

Bragð: Nokkuð umfangsmikið bragð fyrir viskí sem er sennilega fremur ungt, rommtunnan kemur vel í gegn, sætt, þykk áferð og heilmikil vanilla.

Eftirbragð: Miðlungslangt, nokkuð digurt og sætan úr romminu á stórleik.

Niðurstaða: Frábært viskí frá hinni nýju Teeling verksmiðju úr miðju Dyflinnar. Virkilega vel heppnað. Það er án aldursgreiningar svo að í flöskunni er eitthvað um nokkuð ungt viskí en það bragðast ekki þannig. Ein besta blandan á markaðnum í dag.

Fyrir hverja er Teeling Rum Cask?

Klárt fyrir þá sem eru fyrir skoska hálendinga úr sérrítunnum. Aðdáendur Macallan og / eða Glendronach t.a.m. ættu að skoða Teeling Rum Cask, sem fæst hjá ÁTVR á fremur sanngjörnu verði eða um 10.000 íslenskar krónur.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.