Ardbeg hlaut hin virtu verðlaun, IWC, nýverið en sú verksmiðja var valin viskíverksmiðja ársins, og er hún vel að þeim heiðri komin, eru lesendur ekki sammála því?
Auk þess hlaut Ardbeg, sem er í eigu Glenmorangie, verðlaun fyrir besta Islay viskíið en það var hið unaðslega Ardbeg Uigedail sem hlaut þann titil. Sama viskí hlaut verðlaunin „besta reykta viskíið“. Erum svo sem ekki hissa, þar sem það er eitt það allra besta, reykta viskí sem völ er á í dag.
Skál fyrir Ardbeg!