Edradour 10

Edradour er ein smæsta viskíverksmiðja Skotlands með framleiðslugetu upp á einungis 130.000 lítra árlega, sem er agnarsmátt miðað við margar aðrar verksmiðjur en þrátt fyrir þessa umfangslitlu framleiðslu er merkilega auðvelt að nálgast Edradour vanalega. Þó sést hvorki tangur né tetur af því í Vínbúðum okkar Íslendinga.

Edradour er í hálöndunum, rétt utan Pitlochry.

Edradour er skemmtilegt viskí. Sumir elska það, og aðrir hata það sem pláguna. Það er með einhvern keim sem ekkert annað viskí hefur, en það er svolítið strembið að henda reiður á því hvað það er sem gerir það svona öðruvísi.

Það er nokkuð sætt, það kemur fram einhver dularfullur kryddkeimur sem minnir jafnvel á mintu. Það er eitthvað dimmt og drungalegt við það og sæta sem minnir ögn á ungt, litað romm, púðursykur (jafnvel súrmjólk með púðursykri!), eikarkrydd, vanilla.

Sem betur fer erum við öll með mismunandi smekk, því annars væri nú ekkert gaman að þessu en við hjá Viskíhorninu verðum að koma beint fram og segja að af öllum standard einmöltungum sem við höfum smakkað, og þeir eru þónokkrir (!), þá rekur Edradour lestina og situr sem fastast í botnsætinu.

Eflaust eru hér einhverjir sem hafa smakkað Edradour og líkað vel. Hvetjum ykkur til að reka þessa fullyrðingu ofan í okkur!

Þess ber að geta að 10 ára útgáfan er ekki sú eina. Einnig eru til 12 ára (sem er mun betri en 10) auk nokkurra eintunnunga sem eru mismunandi eftir árgöngum.

Þar að auki kemur þaðan Ballechin, sem er mjög mikið reykt og algerlega stórfenglegt. Lesið meira um það hér


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.