Glenfarclas 10 ára

Glenfarclas er ein fárra viskíverksmiðja í Skotlandi sem er enn í einkaeigu en allt frá stofnun hennar árið 1836 hefur hún verið í eigu Grant’s fjölskyldunnar og er 6. Grant’s fjölskyldumeðlimurinn, John L. S. Grant núverandi eigandi.

Glenfarclas er galíska og þýðir Valley of the green grass, eða Dalur hinna grænu grasa, sem er mjög viðeigandi því húsakynnin eru í afskaplega fallegu landslagi, innan um græna hóla og hæðir í hjarta Spey héraðs. Útsýnið og umhverfið er stórfenglegt og virkilega þess virði að heimsækja, þó ekki sé bara fyrir náttúruna og landslagið. Viskíið er þó engu síðra og eigi maður leið hjá, er nauðsynlegt að stinga inn nefinu.

Frá Glenfarclas koma margar mismunandi tegundir og einnig mismunandi fyrir hina og þessa markaði. Kjarninn er 10 ára, síðan er það Glenfarclas 105 sem er ávallt átappað 60%. Auk þess sjáum við 12 ára, 15, 17 (aðallega í fríhöfnum) 18, 21s, 25, 30 og 40 ára.

Skoðum aðeins 10 ára standardinn sem er af lægsta löglega styrkleika eða 40% alkóhól. Það er sannarlega hægt að eyða viskívasapeningnum verr enda fæst þarna frábært Speyviskí á mjög sanngjarnan pening.

Þarna kemur fram mikil sérrítunna, hunang, sæta, karamella, síróp. Það bragðast nokkuð ungt þó, maður getur greint ferskleikann sem oft einkennir yngri viskí. Það bragðast ungt til að byrja með en eftir smástund í glasinu opnast það. Það er ögn feimið í glasinu fyrst um sinn en eftir að það nær að anda og opnast, þá koma fram ávextir eins og þroskaðir bananar, töluvert krydd úr eikinni, toffí, ávaxtakaka.

Eftirbragðið er nokkuð langt með miklu kryddi og vanillu og sérríáhrifin lifa nokkuð lengi.

Glenfarclas 10 er frábært viskí, sérstaklega fyrir þennan pening, nokkuð ungt en afar vel þroskað. Mælum sérstaklega með að láta það anda vel í glasinu, hristið glasið aðeins og látið viskíið þeytast um ofan í því og takið tíma með því. Glenfarclas 10 er feimið til að byrja með og það þarf þolinmæði, gefið því tíma til að kynnast þér og þú því.

Fyrir hverja er Glenfarclas?

Það er eiginlega fyrir alla viskíunnendur, en það hentar sérstaklega vel sem fyrstu skref inn í sérríþroskuð viskí frá Speyhéraði. Ef einu Spey-viskíin sem þið hafið smakkað eru Glenfiddich eða Glenlivet til að mynda, en áhugi er fyrir hendi til að prófa eitthvað ögn öðruvísi og glúrnara, þá er Glenfarclas afskaplega vel til fundið.

Sláinte!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.