Paul John Brilliance 46%

Indversk viskí eru framleidd á mjög líkan hátt og skosk (og rituð á skoskan hátt, “whisky”) og svipar nokkuð til þeirra. Það er þó einn grundvallarmunur. Við komum væntanlega aldrei með til að sjá aldurstilgreiningar á indverskum viskíum. Það er til komið vegna loftslagsins í landinu sem er vissulega mjög ólíkt því sem gengur og gerist í Skotlandi. Hitinn og rakinn valda því að uppgufunin (angel’s share) er svo mikil að ef viskíið er geymt á tunnum lengi, þá verður hreinlega ekki mikið eftir í þeim auk þess sem öfugt við skosk viskí, þá eykst áfengismagnið í tunnunum með aldrinum. Það kemur þó ekki mikið að sök því af sömu ástæðu þá þroskast viskíið hraðar og þarf ekki eins langan tíma.

Paul John (nefnt eftir eigandanum) hóf að framleiða blönduð viskí árið 1992 en árið 2008 hófst framleiðsla einmöltunga og hefur hún farið stöðugt vaxandi síðan, enda frábær viskí þar á ferð.

Frá Paul John koma nokkrar mismunandi útgáfur. Þær helstu eruð hið hógværa Brilliance, síðan Edited, Bold, Peated og Classic öll úr mismunandi tunnum með mismunandi magn móreyks og þess má geta að mórinn kemur alla leið frá Skotlandi.

Skoðum standardinn, óreykt Paul John Brilliance 46% úr byggi ræktuðu undir Himalayafjöllunum, þroskað í búrbontunnum í 3-5 ár.

Angan: Vanilla, maltað bygg, nokkuð sætt og minnir ögn á koníak.

Bragð: Svolítið þurrt þó örlar á einhverri sætu líkt og toffí, minnir örlítið á karamellusúkkulaði í átt við Rolo. Töluvert eikarkrydd og lakkrís/anískeimur. Opnast vel með smá vatnsdropa þar sem keimur af framandi ávöxtum stígur fram.

Eftirbragð: Millilangt og mjög ánægjulegt. Svolítið kryddað, slatti af anís og vanillu. Heitt og loðir vel við aftari hluta tungunnar.

Niðurstaða: Virkilega vel gert og spennandi viskí frá landi sem er ekki beint þekkt fyrir viskígerð enda loftslagið fremur óhentugt til þess at arna. Paul John tekst þó að gera alveg magnað viskí sem stendur bestu skotum síst að baki. Algerlega þess virði að prófa.

Fyrir hverja? Aðdáendur skosks viskís frá Speyhéraði sem vilja prófa eitthvað nýtt og framandi.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.