Tónlistarmaðurinn Bob Dylan er kominn í viskíbransann!

Myndir fengnar frá http://www.heavensdoor.com

Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur, í samstarfi við fyrrum eiganda Angel’s Envy búrbonsins, hafið framleiðslu viskís nefndu eftir einum hans frægasta slagara Knocking On Heaven’s Door, en það ber heitið Heaven’s Door.

Þrjú viskí eru fáanleg; búrbon, rúgviskí og tvítunnungsbúrbon (double barreled) í smáu upplagi.

Bob kallinum er greinilega margt til lista lagt enda einn fremsti laga- og textahöfundur samtímans, listmálari og einnig gerir hann skúlptúra úr allskonar brotajárni og myndir af járn-skúlptúrum hans (sem mynda einhverskonar hlið eða hurðir) prýða miða flasknanna, sem eingöngu eru fáanlegar í USA fyrst um sinn.

„Gates appeal to me because of the negative space they allow. They can shut you out or shut you in. And in some ways there is no difference.“ –Bob Dylan

Við erum miklir aðdáendur Dylans hér á Viskíhorninu og mjög spennt að bragða á!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.