Diageo sérútgáfur 2018

Mynd fengin frá http://www.diageo.com

Undanfarin ár hefur drykkjarisinn Diageo gefið út það sem er kallað Special Releases eða sérútgáfur frá verksmiðjum í þeirra eigu. Oft og tíðum eru það verksmiðjur sem eru lítt þekktar, lokaðar verksmiðjur, eintunnungar en einnig vel þekkt viskí sem eru þroskuð á annan hátt en vaninn er. Öll eru þau af náttúrulegum styrkleika (e. Cask Strength).

Diageo var rétt í þessu að tilkynna 9 af þeim 10 tegundum sem verða í boði seinna á þessu ári og þið getið reiknað fastlega með því að Viskíhornið verði á staðnum þegar herlegheitin verða gefin til smökkunar. Síðasta viskíið verður víst ekki gefið upp fyrr en nær dregur og er algert hernaðarleyndarmál. Spennandi.

Hingað til hafa ávalt verið þar nýjar tegundir af Brora og Port Ellen, sem báðar lokuðu árið 1983 en þar sem fyrr á þessu ár var tilkynnt að þær verði opnaðar á ný innan skamms þá verða þær í fyrsta sinn, ekki með í Special Releases.

Eftirfarandi eru þau viskí sem verða hluti af Special Releases 2018.

  • Carsebridge 48 ára kornviskí. 43.2% (Carsebridge lokaði 1983)
  • Caol Ila 15 óreykt, 59.1%. Caol Ila hefur yfirleitt verið á boðstólum á Special Releases og virkilega gaman að smakka óreykt Caol Ila. Hefur alltaf verið einn hápunktanna.
  • Caol Ila 35 ára. Nú erum við að tala saman. Þetta verður eitthvað. 35 ára Caol Ila! Amerísk búrbon eik með sérrítunnu í bland. Einungis 3276 flöskur.
  • 27 ára Inchgower 55.3%. 8544 flöskur. Áhugavert þar sem Inchgower fer mestmegnis í blöndur og ekki margir einmöltungar á ferð. Verður spennandi að smakka þetta gamlan Inchgower.
  • Lagavulin 12 ára (55.3%) er einn standardanna á Special Releases. Undanfarin 5 ár hefur það verið upp og ofan, ekki alveg nógu vel þroskað stundum en í fyrra þá kom besta 12 ára útgáfan í mörg ár og vonandi verður þessi ekki síðri.
  • Oban 21s árs, 57.9%. Afar takmarkað upplag úr sérrítunnu. Vanalega er Oban úr búrbontunnum svo þetta verður skemmtileg nýbreytni.
  • Pittyvaich 28 ára. 52.1%. Þetta verður fróðlegt, enda ekki hlaupið að því að smakka Pittyvaich en sú verksmiðja lokaði árið 1993.
  • Glen Ord 14 ára 57.6%. Þarna búumst við ekki við mikilli flugeldasýningu en verður áhugavert að prófa.
  • Talisker 8 ára. 59.4% úr amerískri eik. Þarna gæti verið eitthvað áhugavert á ferð.

Það verður svolítið sérstakt að hafa ekki frændurna Port Ellen og Brora á þessari hátíð en það kemur eitthvað annað í staðinn. Spennandi verður að sjá hvert 10. viskíið er.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.