Peaky Blinder

Hið írska viskí Peaky Blinder er innblásið af hinu alræmda Peaky Blinders gengi sem skaut mörgum skelk í bringu hér á árum áður, en það er hinn aldni Sadler’s bjórframleiðandi sem stendur þarna að baki eftir velgengi sjónvarpsþáttanna nýverið um það sem drífur á daga Shelby bræðranna, Thomas og Arthur Shelby. Sadler’s hafa séð sér þar leik á borði, en þess má geta að þegar hið upprunalega Peaky Blinders gengi var og hét þá segir sagan að meðlimir þess hafi oft og tíðum fengið sér nokkrar krúsir á pöbbum í eigu Sadler’s.

Viskíið er blandað, í því er bæði maltað bygg sem og aðrar korntegundir, þroskað í búrbontunnum mestmegnis en lokahnykkurinn fer fram í sérríámum. Aldurinn er ekki tilgreindur svo þarna er nokkuð ungt viskí á ferðinni, en það er merkilega vel þroskað. Fremur milt, grösugt og þríeimað eins og Íra er von og vísa.

Angan: Viskíið er ungt og eins og svo oft með slík viskí þá má greina þar eplahýði, helst grænt. Dökk ber, karamella og vanilla.

Bragð: Svolítið skemmtilegur ávaxtakeimur, nýslegið gras, vanilla, svolítið sætt en mjög gott jafnvægi.

Eftirbragð: Ekki langt, en mjög viðkunnanlegt, vanillan lifir einna lengst.

Niðurstaða: Mjög gott, blandað írsk viskí sem dældar veskið afar lítið. Gott, létt, ferskt viskí og á góðu verði.

Við verðum að segja að Peaky Blinder kom okkur skemmtilga á óvart og myndi pottþétt fá ‘seal of approval’ hjá Shelby fjölskyldunni!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.