Dagur heilags Patreks

Þessa helgina er mikið um hátíðarhöld á Írlandi og hjá Írum um allan heim því þann 17. mars er dagur verndardýrlings Íra, heilags Patreks eða St. Patrick’s day.

Hafi fólk smakkað eitt írskt viskí þá er lang líklegast að það sé Jameson, sem er þeirra frægasta viskí. Það er mikil gróska nútildags á Írlandi hvað viskí varðar, rétt eins og víða annarsstaðar svo við skoðum eitthvað annað ögn meira spennandi.

Eitt það besta sem við höfum smakkað nýlega er Jack Ryan.

Jack Ryan fjölskyldan hefur átt og rekið hinn fræga bar, Dublin’s Beggarsh Bush síðan árið 1913. Árið 2013, í tilefni 100 ára afmælis barsins, þá settu þeir aftur á markað þeirra eigin viskí, sem hætt hafði verið í framleiðslu árið 1944, og var það átappað 12 ára og 46%.

Viskíhornið dreypti á Jack Ryan nýverið og verðum við að segja að okkur þótti mikið til koma. Flauelsmjúkt, létt, mjög ferskt og svolítið grösugt, töluverð vanilla og krydd. Mjög auðvelt viðureignar um leið og það er mjög glúrið og flókið. Rennur hættulega vel niður.

Ef þið hnjótið um flösku, þá er um að gera að smakka, það verða fáir fyrir vonbrigðum með Jack Ryan!

 


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.