Talisker 10 ára 45.8%

Talisker viskíbólið er á eynni Skye, undan vesturströnd Skotlands og er það eini einmöltungurinn sem er fáanlegur þaðan eins og er en ný verksmiðja, Torabhaig opnaði þar nýlega en enn hefur ekkert spurst til viskís þaðan enda allt á frumstigi þar á bæ. Meira um skosku landsvæðin hér.

Talisker eru engir nýgræðingar í viskígerð en verksmiðjan opnaði árið 1830 og hefur framleiðslugetu upp á 2.7 milljónir lítra á ársgrundvelli.

Talisker framleiðir nokkuð margar mismunandi tegundir. Kjarninn er sá 10 ára. Síðan er það Talisker Skye sem er fremur ungt, Talisker 57North sem er ungt og sterkt (57%), Talisker Distiller’s Edition sem er að hluta úr sérrítunnu og Talisker Storm sem er töluvert meira reykt en Talisker er vanalega og Talisker Port Ruighe sem er að hluta úr púrtvínsámum. Auk þess eru fáanleg 18 ára og 25.

Tölum aðeins um 10 ára Talisker. 45.8%

Helstu bragðeinkenni eru töluverður reykur, þarna má einnig greina krydd á borð við pipar. Svolítið sjávarsalt, augljóst að þarna er á ferð viskí sem er framleitt við sjávarsíðuna.

Angan: Reykurinn er svolítið þykkur en á bakvið hann leynist ávöxtur, svolítið ferskur í átt við perur. Strandablærinn er sterkur, þari og söl.

Bragð: Mjög gott jafnvægi milli reyksins, ávaxtanna og flæðarmálsbragðsins. Sumum finnst maður kannski hálf galinn að segja þetta en það poppar upp bragð af reyktri síld (e. kippers). Skemmtilegur piparkeimur lætur á sér kræla, jafnvel smá chilli og engifer.

Eftirbragð: Töluvert langt. Reykurinn lifir lengst, en þessi chillipipar sem við nefndum að ofan minnir verulega á sig. Frekar heitt eftirbragð.

Talisker er ögn sterkara en mörg viskí eða tæp 46%. Ef það virðist rífa ögn meira í en maður kærir sig um þá er um að gera að bæta vatnsdropa út í. Það er engin regla um hve miklu, bara prófa sig áfram. Ef Glencairn snifterglas er fyllt upp að belgmiðjunni, þá er gott að bæta í sem samsvarar einni teskeið, það er svona þumalputtaregla en öll viskí eru mismunandi og við mannskepnurnar með mismunandi smekk.

Talisker er sígilt eyjaviskí, svolítið gróft og aggressíft fyrir suma hugsanlega en fyrir þá sem eru vanir og vilja reykt viskí þá er Talisker eitthvað sem ætti að vera til uppi í skáp hjá öllum viskíaðdáendum. Staðreynd.

Talisker ætti að fást í flestum Vínbúðum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.