Lagavulin 16 (White Horse)

Viskíhorninu áskotnaðist þessi örflaska af Lagavulin 16 ára sem sennilega hefur verið eimuð seint á 8. áratugnum, af fyrri eigendum Lagavulin. Gestasmakkarinn okkar, Brian, bragðaði á:

„Eitt það furðulegasta viskí sem ég hef smakkað á mínum langa viskíferli. Úr flöskunni lyktar það eins og ódýr blanda, en í glasi, alvöru Glencairn glasi, þá lifnar það virkilega við! Það er eins og það hafi öll þessi ár beðið steinsofandi eftir því að riddarinn með glæra Glencairn glasið myndi koma og vekja það eins og segir í ævintýrinu, og þegar hann kom askvaðandi þá var ekki að spyrja að leikslokum. Hitti í mark rétt eins og Ardbeg frá 8. áratugnum, reykur, mór, heftiplástur (einkennilegt, já ég veit) en samt sítrus, hindber og allskonar unaður í bland.“

Smakkað af Brian Jackson,
starfsmanni og viskíspekúlanti í Royal Mile Whiskies í London


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.