Nýtt frá Glenmorangie

Undanfarin ár hafa komið út ný viskí í seríunni “Private Edition” frá Glenmorangie. Til að nefna nokkrar fyrri birtingar þá má nefna Milsean, Tusail og Ealanta en allar eru þær úr mismunandi tunnum.

Nýjasta útgáfan, sú níunda í röðinni er Spíos (“krydd” á galísku), en hún er eingöngu þroskuð í gömlun tunnum frá Bandaríkjunum, tunnum sem áður innihéldu “rye whiskey” eða rúgviskí. Rúgviskí er vananlega með frekar miklum kryddkeim, stundum kemur fram snertur af mintu, einnig gras, vanilla svo eitthvað sé nefnt. Rúgviskí er uppistaðan í vinsælum hanastélum svo sem Sazerac, Old Fashioned og Manhattan.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi létti hússtíll Glenmorangie rímar saman við þennan þunga og sæta kryddkeim í rúgnum, en opinbera lýsingin er að það hafi mikla fyllingu með snert af toffí, kanil og negul með töluverðri vanillu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.