Orðrómur er á kreiki um að drykkjarisinn Diageo, sem m.a. á Johnnie Walker ætli að finna spúsu handa Johnnie gamla á næstunni, enda karlinn verið einhleypur alla tíð. Sú kemur til með að heita Jane Walker, sé eitthvað að marka þessa orðróma.
Ekkert meira hefur verið gefið upp nema það að sagt er að Jane komi til með að líta dagsins ljós á árinu, 2018.
Diageo hefur löngum verið framarlega í jafnrétti kynjanna á vinnustöðum sínum og er Diageo t.a.m. með eitt hæsta hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum fyrirtækja í Bretlandi.
Þá standa eftir tvær spurningar:
• Kemur þessi orðrómur til með að rætast?
• Hvaða pól ætli Diageo komi til með að taka í hæðina hvað bragð varðar? Það verður spennandi að sjá, ef af þessu verður