Hakushu 12

Hakushu er annar tveggja einmöltunga sem koma frá japanska drykkjarisanum Suntory, hinn er ögn meira þekktur en sá heitir Yamazaki.

Hakushu verksmiðjan er við rætur fjallsins Kakoma í afar fallegu og aðlaðandi landslagi og var byggð árið 1973. Árið 1981 var annarri verksmiðju bætt við, Hakushu West og voru þær báðar virkar um tíma, sem gerði Hakushu að stærsta maltviskífraleiðanda heims um hríð. Í dag er viskí eingöngu framleitt í nýju húsakynnunum.

Hvernig bragðast Hakushu svo?

Angan: Hvítt súkkulaði, töluvert bygg, möndlur.

Bragð: Ferskt, fremur létt, töluvert mikill ávöxtur í átt við perur og svo er þarna örlítill reykjarkeimur.

Eftirbragð: Millilangt, ávöxtur (perur, blóðappelsínur) og örlítill móreykur.

Fyrir hverja er Hakushu?
Aðdáendur skoskra hálendinga myndu hafa gaman af Hakushu. Nefnum Clynelish, Highland Park, jafnvel Oban.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.