Angan: Sérrítunnan skín í gegn, mikil sætindi og krydd. Liturinn á viskíinu (sem er náttúrulegur) gefur það einmitt í skyn en þetta er nánast eins og Kóka Kóla á litinn, svo mikil eru áhrifin úr sérrítunnunni. Rúsínur, púðursykur.
Bragð: Mjög þungt, sætt, kryddað. Bragðast eins og jólin! Sætleikinn minnir á mjög sætt romm í átt við El Dorado eða Diplomatico. Mólassi/síróp. Fullkomið eftir jólamáltíðina.
Eftirbragð: Eftirbragðið eru nokkrir kílómetrar, svo langt er það. Sérríáhrifin eru mikil, og þá meinum við mikil. Þungur kryddkeimur, þurrkaðir ávextir/rúsínur, hnetur, síróp.
Glendronach steinliggur sem efirréttaviskí eftir þunga steik og allt sem henni fylgir.