Eftir nýlegar stórfréttir af Port Ellen og Brora, kvisuðust út þær fréttir að hinn goðsagnakenndi láglendingur Rosebank myndi opna á ný innan skamms! Rosebank, í Falkirk, lokaði árið 1993 og hefur verið sárt saknað allar götur síðan og eru aðdáendur tilbúnir að leggja töluvert út til að komast yfir flösku af þessum guðaveigum.
Viskíið þaðan var mjög létt og blómlegt og aðalspurninging er hvort goggolían í framtíðinni jafnist á við það sem rann úr eimurunum í denn tíð!