Angan: Mikill dökkur ávöxtur. Vel þroskaðar plómur, rúsínur og karamella. Einnig blær sem minnir á spænska sangríu og/eða Pimm’s. Mikil og stór ávaxtalykt.
Bragð: Apríkósur, sætt (sykurkennt), mikið hunang, svartur pipar. Púrtvínið kemur ögn í gegn en er alveg í fullkomnu jafnvægi. ,,Tropical” ávaxtasafi.
Eftirbragð: Langt, sætt, vel þroskaðar plómur, sangría, hunang og kannski smá negulkeimur.
Viskíhornið er vanalega ekki mikið fyrir viskí úr púrtvínstunnum, en þetta er dæmi um slíkt viskí sem gengur fullkomlega upp. Gómsætt viskí og algert ljúfmeti.