Glencadam 17, Port finish

 

Angan: Mikill dökkur ávöxtur. Vel þroskaðar plómur, rúsínur og karamella. Einnig blær sem minnir á spænska sangríu og/eða Pimm’s. Mikil og stór ávaxtalykt.

Bragð: Apríkósur, sætt (sykurkennt), mikið hunang, svartur pipar. Púrtvínið kemur ögn í gegn en er alveg í fullkomnu jafnvægi. ,,Tropical” ávaxtasafi.

Eftirbragð: Langt, sætt, vel þroskaðar plómur, sangría, hunang og kannski smá negulkeimur.

Viskíhornið er vanalega ekki mikið fyrir viskí úr púrtvínstunnum, en þetta er dæmi um slíkt viskí sem gengur fullkomlega upp. Gómsætt viskí og algert ljúfmeti.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.